Nú er að duga eða drepast fyrir Chelsea og Man City

Allra augu beinast að Anfield um helgina þar sem Liverpool tekur á móti efsta liðinu Chelsea í leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Chelsea eða Man Utd hirði titillinn.Chelsea er aðeins einu stigi á undan Man Utd, sem leikur gegn Sunderland á sunnudag. Mun Liverpool veita erkifjendum sínum frá Manchester hjálparhönd eða mun Chelseafærast einu skrefi nær titlinum með sigri?

Man City og Aston Villa kljást innbyrðis um fjórða sætið. Tottenham, er nú í fjórða sætinu eftirsótta sem gefur sæti í Meistaradeild. Spurs spilar gegn Manchester City á miðvikudaginn en verður fyrst að tryggja sér þrjú stig gegn Bolton. Ekki missa af þessari spennandi knattspyrnuhelgi!

Merki: , ,